07/10/2024

Óskað eftir aukaleikurum í Hollywood mynd

640-leik4

Leitað hefur verið til Leikfélags Hólmavíkur um aðstoð við að finna aukaleikara í Hollywood mynd sem taka á upp á Ströndum um miðjan október. Miðað við fyrri fréttir Nútímans af þessari kvikmyndatöku er þar um að ræða stórmyndina Justice Leage, en ekkert er þó gefið upp um það í tengslum við þessa skráningu aukaleikara. Föstudaginn 12. ágúst milli 16-18 verður Andrea Brabin stödd í Hnyðju í Þróunarsetrinu á Hólmavík, til að skrá og mynda væntanlega aukaleikara. Leitað er eftir leikurum á öllum aldri, en helst þó fullorðnum. Greitt er fyrir vinnuna og ætlast til að aukaleikarar séu á staðnum meðan á tökum stendur. Áhugasamir sem komast ekki á þessum tiltekna tíma geta svo haft samband við Salbjörgu hjá Leikfélagi Hólmavíkur s. 865 3838 og mögulegt er að bjarga málinu allra næstu daga. Engin skylda er að vera í Leikfélagi Hólmavíkur til að taka þátt. Á meðfylgjandi mynd er fjöldi stórleikara á Ströndum sem tóku þátt í leikritinu Gott kvöld, fyrir fáeinum árum.