23/12/2024

Orkubúið tekur nýja tækni í notkun

Orkubú Vestfjarða vinnur þessa dagana að uppsetningu á nýjum búnaði til að lesa rafmagnsnotkun. Nýji búnaðurinn er þar til gert tæki sem les af rafmagnsmælum án þess að það þurfi að fara inn í húsin til að lesa af. Í þessu felst mikill tímasparnaður þar sem ekki þarf lengur að banka eða finna lykla til að taka stöðuna á mælunum. Að sögn Þorsteins Sigfússonar stöðvarstjóra Orkubúsins á Hólmavík er gert ráð fyrir að búnaðurinn verði fljótlega tekin í notkun á Ströndum. Fyrst um sinn verður búnaðurinn eingöngu notaður til að mæla stöðuna í húsum sem erfitt hefur verið að komast að, sumarbústöðum og fleiri húsum sem oft getur verið tímafrekt að finna lykla að eða að fá opnuð.

"Mæltiækið getur lesið í u.þ.b. 100 metra fjarlægð" segir Þorsteinn, "og því ættu það í langflestum tilfellum að nægja fyrir starfsmenn Orkubúsins að mæla rafmagnsnotkunina frá heimreiðinni á sveitabæjum".