28/04/2024

Origami, flugdrekar, tilraunir og töfrar

Mikið verður um að vera á Hamingjudögum á Hólmavík og eru dagskráliðirnir að týnast inn smátt og smátt. Það verða ekki bara smiðjur fyrir fullorðna fólkið (sjá hér og hér). Börn
og unglingar fá tækifæri til að sækja ókeypis smiðjur – flugdrekasmiðju,
tilraunasmiðju, origamismiðju og töfrasmiðju – sem verða í gangi frá kl.
10:00-12:00 laugardaginn 2. júlí. Þeir Björn Finnsson og Jón
Víðis Jakobsson hafa umsjón með smiðjunum, en þeir hafa mikla reynslu af
vinnu með ungu fólki. Þeir verða einnig á hátíðarsvæðinu á
laugardeginum milli kl. 13:00 og 17:00 með blöðrur og origami… og
kannski koma nokkrar kanínur úr hatti töframannsins!