22/12/2024

Opnunartími í sundi á Drangsnesi

Sundáhugamenn á Ströndum hafa úr fjölbreyttum möguleikum að velja eftir mikla uppbyggingu á síðustu árum, langi þá að stinga sér til sunds. Opnunartími í vetur í sundlauginni á Drangsnesi hefur verið ákveðinn og þegar tekið gildi. Nú er opið á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 17-20 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14-17. Lokað er á mánudögum og fimmtudögum.