22/12/2024

Opið hús og Brúðubíllinn í heimsókn

Á föstudaginn kemur, 22. ágúst eftir kl. 13:00, verður opið hús í Leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík og vilja leikskólabörnin bjóða öllum sem vilja að koma og leika með þeim í heimsókn, bæði eldri og yngri. Opna húsið er í tilefni af því að leikskólinn Lækjarbrekka á 20 ára afmæli í ár og í tilefni dagsins kemur Brúðubíllinn í heimsókn kl. 15:00.