22/12/2024

Opið hús í nýju Þróunarsetri

Þróunarsetrið nýjaÁ sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, verður opnað og tekið formlega í notkun nýtt Þróunarsetur og námsver að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Það er sveitarfélagið Strandabyggð sem hefur undirbúið Þróunarsetrið síðustu mánuði og unnið að lagfæringum á húsinu. Í Þróunarsetrinu nýja verða ýmsar stofnanir og fyrirtæki með skrifstofuaðstöðu og hafa Menningarráð Vestfjarða, Náttúrustofa Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, útgáfu- og prentþjónustan Gagnvegur, Þjóðfræðistofa og Strandagaldur þegar tryggt sér aðstöðu þar.

Á sumardaginn fyrsta verður opið hús frá kl. 16:00-18:00 á Höfðagötunni og þeir sem hreiðrað hafa um sig í skrifstofunum taka á móti gestum og segja frá starfsemi sinna stofnanna og fyrirtækja.

Einnig verður námsver í húsinu og verður starfsemi þess kynnt á opna húsinu. Þar fá framhaldsnemar og háskólanemar í fjarnámi aðstöðu til að stunda sitt nám. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að líta við, skoða breytingarnar á húsinu og þiggja veitingar sem boðið verður upp á.