23/12/2024

Opið hús í Grunnskólanum á Hólmavík


Nú í lok Þemadaga í Grunnskólanum á Hólmavík verður opið hús í skólanum frá kl. 12:00-14:00 í dag. Allir eru velkomnir á opna húsið, en þar verður sýnt það sem krakkarnir hafa verið að fást við síðustu daga. Frá því á miðvikudag hefur hefðbundið skólastarf verið brotið upp og hafa krakkarnir starfað í smiðjum. Þrír hópar hafa verið að störfum, einn snýst um útivist og kofasmíði og hefur heilt hverfi nýrra húsa risið við skólann eins og sagt var frá í gær. Annar snýst um búninga og förðun og fleira slíkt og hafa margvíslegar furðuverur verið að sveimi í tengslum við þann hóp. Tískusýning með framtíðarþema verður hjá þeim hóp. Þriðji hópurinn er svo tilraunasmiðja sem hefur gert margar skemmtilegar tilraunir síðustu daga og m.a. búið til hraunlampa. 

Allir eru velkomnir í Grunnskólann í dag milli 12:00-14:00, föstudaginn 26. október. 

Kofasmíði – ljósm. Jón Jónsson