14/09/2024

Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur


Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur verður haldinn nú á sunnudaginn kemur, 28. október 2012 kl. 20:00, í félagsheimilinu á Hólmavík. Efni fundarins er venjuleg aðalfundarstörf, skýrslur, ársreikningar og kosningar. Að venju má þó reikna með að mesta púðrið fari í að ræða verkefni komandi vetrar. Starfsemi Leikfélags Hólmavíkur hefur verið öflug síðustu árin. Síðasta vetur var sett upp barnaleikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur sem Kristín S. Einarsdóttir leikstýrði. Einnig tók Leikfélag Hólmavíkur þátt í samvinnuverkefni með Grunnskólanum og Tónskólanum á Hólmavík sem Arnar S. Jónsson leikstýrði, en það var leikritið Með allt á hreinu sem var sýnt við miklar vinsældir. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í skemmtilegu starfi leikfélagsins.

Í stjórn Leikfélags Hólmavíkur eru nú: Kristín S. Einarsdóttir formaður, Salbjörg Engilbertsdóttir gjaldkeri og Ingibjörg Sigurðardóttir ritari. Félagið er með síðu á Facebook og vill gjarnan eignast fleiri vini.

0

bottom

frettamyndir/2012/645-alltahreinu9.jpg

frettamyndir/2012/645-alltahreinu5.jpg

frettamyndir/2012/645-alltahreinu4.jpg

frettamyndir/2011/640-leik4.jpg

frettamyndir/2011/640-gottkv1.jpg

frettamyndir/2011/640-gottkv3.jpg

Ljósmyndir frá starfinu veturinn 2011-2012 – ljósm. Jón Jónsson