22/12/2024

Opið á bókasafninu á þriðjudag

Í tilkynningu frá Héraðsbókasafni Strandasýslu kemur fram að opið verður á safninu næstu tvo þriðjudaga, 22. desember og 29. desember, frá kl. 20:00-21:00. Þannig geta áhugasamir náð sér í lesefni fyrir jól og áramót, en töluvert af nýjum bókum er til útláns á safninu og yfir 12 þúsund eldri titlar. Allir geta orðið meðlimir í bókasafninu gegn árgjaldi sem er minna en kaupverð á einni nýrri bók.