22/12/2024

Öll þjónusta sem ekki er lögbundin lögð niður?

Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, lagði á síðasta fundi sveitarstjórnar fram tillögur um aðhaldsaðgerðir fyrir sveitarfélagið. Þar kemur fram að gera megi ráð fyrir að tekjur dragist saman milli ára um tæpar 40 millj. kr. eingöngu vegna minni framlaga úr Jöfnunarsjóði. Vill Ásdís skoða rekstur sveitarfélagsins með það fyrir augum hvort leggja eigi niður þjónustu sem ekki er lögbundin og ekki flokkast til grunnþjónustu. Einnig að dregið verði úr launakostnaði. Þá vill sveitarstjóri að ekki verði farið í neinar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á árinu 2009, ekki verði ráðið í stöður sem losna og rekstur Íþróttamiðstöðvar endurskoðaður með tilliti til opnunartíma. 

Sveitarstjórn samþykkti í framhaldi af þessari tillögu að farið verði í fjárlagagerð og gætt ítrasta aðhalds.