22/12/2024

Olíubíll niður úr bryggjudekkinu

Það óhapp varð í Kokkálsvíkurhöfn við Drangsnes á mánudagskvöld að olíubíllinn frá Olíudreifingu fór inn á viðlegubryggjuna og missti afturhjólin niður úr dekkinu. Var olíubíllinn að dæla olíu á Grímsey ST-2 þegar óhappið varð. Engin slys urðu á mönnum. Vel gekk að ná bílnum upp, en Valur Þórðarson kippti í hann með gröfu eftir að búið var að lyfta honum aðeins með bíltjakknum. Töluverðar skemmdur urðu á viðlegubryggjunni í Kokkálsvík.

Töluverðar skemmdir urðu á bryggjunni – Ljósm. Jenný Jensdóttir