22/12/2024

Nýtt netfang fyrir afmæliskveðjur

Einn af allra vinsælustu flokkunum hér á vefnum strandir.saudfjarsetur.is hefur allt frá byrjun verið afmæliskveðjur og heillaóskir af öðrum tilefnum sem hægt er að komast inn á í tenglalínunni hér að ofan. Nú hefur verið ákveðið að gera breytingar á þessum flokki þannig að kveðjurnar fá sérstakan ritstjóra og nýtt netfang sem er kvedjur@strandir.saudfjarsetur.is. Arnar S. Jónsson tekur á móti kveðjunum sem berast í þetta netfang og kemur þeim á vefinn hratt og örugglega. Jafnframt verður tekin upp sú venja að eyða kveðjum sem eru eldri en ársgamlar.