11/10/2024

Öskudagsböll á Ströndum

580-oskuball4

Öskudagurinn er mikill hátíðisdagur hjá nammigrísum á öllum aldri og verða börnin væntanlega á ferðinni víða í grímubúningum að safna nammi. Á Hólmavík þræða þau fyrirtækin í smáhópum til að fá gefins gotterí, en á Drangsnesi fara börnin öll saman í einum hóp í fyrirtækjaheimsóknir. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur haft spurnir af því að öskudagsball verði haldið bæði á Hólmavík (kl. 16:30 í Féló) og í Trékyllisvík á Ströndum í tilefni dagsins og ekki er ósennilegt að slíkt verði líka á Drangsnesi.