26/04/2024

Nýr skólabíll í Strandabyggð

Sveitarfélagið Strandabyggð hefur keypt stærri skólabíll til að nota í dreifbýlinu sunnan Hólmavíkur og í skólaferðalög. Með kaupunum verður unnt að þjónusta betur íbúa í dreifbýli Strandabyggðar. Á opnum íbúafundi sveitarfélagsins á síðasta ári um uppbyggingu í dreifbýli á Ströndum kom fram að eitt helsta hagsmunamál íbúa í dreifbýli var að leikskólabörn gætu fengið far með skólabílnum. Bifreiðin sem keypt var er af gerðinni Mercedes Benz og er fjórhjóladrifin, árgerð 2000 og ekin 120 þúsund kílómetra. Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.

Bíllinn tekur 22 farþega auk bílstjóra- og fararstjórasætis en í núverandi bifreið eru 16 farþegasæti auk bílstjóra- og fararstjórasætis. Lagt verður til að þau leikskólabörn sem búa fjærst leikskólanum á akstursleiðinni suður Strandir hafi forgang í skólabílinn. Nýjar reglur um skólaakstur verða teknar fyrir á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 13. mars og verður haft samband við foreldra og forráðamenn nýrra farþega á næstu dögum.

Núverandi skólabifreið af gerðinni M. Benz Sprinter sem auglýst var til sölu í síðustu viku er þegar seld og fara eigendaskipti á báðum bifreiðunum fram um helgina.