09/09/2024

Nýjar bækur komnar á Héraðsbókasafnið

Í fréttatilkynningu frá Héraðsbókasafni Strandasýslu er vakin athygli á því að fjöldi nýrra bóka er nú tilbúinn til útláns á safninu og fleiri væntanlegar á næstunni. Safnið sem er til húsa í Grunnskólanum á Hólmavík er opið á fimmtudagskvöldum frá 20:00-21:00 og einnig frá 8:40-12:00 alla skóladaga.