22/12/2024

Ný heimasíða Kristins H.

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaðurKristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur opnað nýja heimasíðu á slóðinni www.kristinn.is. Kristinn hefur lengi verið þekktur fyrir að vera óhræddur við að tjá einarða afstöðu í ýmsum málum og kemur ekki á óvart að upphafsorð heimasíðunnar eru þessi:


„Við búum við lýðræðisskipulag og það þrífst ekki nema að menn séu óhræddir við að setja fram skoðanir sínar og færa fyrir þeim rök. Menn verða að vera frjálsir og óþvingaðir í umræðunni. Þegar menn láta hótanir eða refsiaðgerðir stjórna sér þá er lýðræðið í miklum vanda. Ég vona að allir séu sammála um það að slíkt eigi ekki að líða, ekki undir neinum kringumstæðum."