30/10/2024

Ný gjaldskrá Spalar

Staupasteinn er álfurinn sem er verndari HvalfjarðagangaNý galdskrá Spalar tekur gildi í dag og lækkar verð í gegnum Hvalfjarðargöng í öllum gjaldflokkum. Samkvæmt nýju gjaldskránni þá lækkar verð 100 áskriftarferða fjölskyldubíla mest eða um 38% en þeir viðskiptavinir aka eftirleiðis í gegnum göngin fyrir 270 krónur í stað 440 króna áður. Verð 40 áskriftarferða fjölskyldubíla lækkar um 29% og greiða 350 krónur í stað 550 króna áður. Notendur 10 miða korta borga eftirleiðis 600 krónur fyrir hverja ferð í stað 700 króna áður en það er lækkun um 14%. Verð á stökum ferðum í gegnum göngin breytist ekki og verður áfram 1000 krónur.


Þetta kemur fram á heimasíðu Spalar ehf. Slóðin er www.spolur.is