22/12/2024

Norðanátt og frost framundan

Færð á vegumAllir vegir á Ströndum eru nú greiðfærir og vegfarendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af snjósköflum í dag. Hins vegar er veðurspáin á www.vedur.is ekki jafn góð og veðrið hefur verið, þó gert sé ráð fyrir hægviðri og björtu veðri fram eftir degi, en norðaustan 3-8 m/s og stöku él síðdegis. Frosti er spáð 3-8 stig. Helgarveðrið á landinu verður þannig: Kalt verður í veðri um helgina allt að 10-15 stiga frost inn til landsins, en minna við sjávarsíðuna sunnanlands og vestan. N-átt, strekkingsvindur austantil, en annars hægari og það verður léttskýjað um mikinn hluta landsins, þó smá él norðaustanlands.