22/12/2024

Nemendur í skólabúðir

Nemendur í 6. og 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík héldu í morgun í skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði. Þar ætla þeir að dvelja með kennara sínum alla vikuna í heimavist. Mikil tilhlökkun ríkti meðal krakkanna út af vistinni í skólabúðunum, en þar er fjölbreytt dagskrá alla vikuna. Hér er að finna tengil í skólabúðirnar á Reykjum langi menn að vita hvað þar fer fram. Með krökkunum frá Hólmavík og nágrenni í skólabúðunum að þessu sinni eru krakkar á sama aldri frá Ísafirði.