10/12/2023

Námskeið um námstækni og prófkvíða

Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi verður á ferð um Strandir og Reykhólasveit í næstu viku á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Björn ætlar að halda stutt námskeið á Hólmavík og Reykhólum um námstækni og prófkvíða. Á Reykhólum verður námskeiðið haldið í Grunnskólanum þar á þriðjudaginn, 10. nóvember og stendur frá kl 18-21. Á Hólmavík verður námskeiðið haldið í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3, efstu hæð, fimmtudaginn 12. nóvember og stendur frá kl 18-21. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Einnig verður hægt að fá viðtalstíma hjá Birni þessa daga og er síminn hjá honum 899-0883 og skal hafa beint samband við hann vegna tímapantana.