23/12/2024

Námskeið fyrir fagfólk og foreldra einhverfa barna

Þann 6. apríl nk. heldur Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins grunnnámskeið fyrir fagfólk og foreldra einhverfra barna. Námskeiðið er sniðið að þörfum barna í grunnskóla. Námskeiðið verður haldið í gegnum fjarfundabúnað á skrifstofu Strandabyggðar í Þróunarsetrinu á Hólmavík að Höfðagötu 3. Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps hvetur þá sem koma að málefnum einhverfra barna í skólakerfinu sem og foreldra barna með einhverfu til að sitja námskeiðið og taka þannig þátt í að samræma vinnubrögð þeirra aðila sem koma að málefnum þeirra.


Námskeiðið kostar 2.900 fyrir foreldri og 11.800 fyrir fagfólk og er frá 12:30 – 16:00. Skráning er hafin á www.greining.is  og taka þarf fram í athugasemdardálki að um fjarfund sé að ræða.