19/04/2024

Næsta keppniskvöld í Spurningakeppninni 1. apríl

Nú hafa verið ákveðnar dagsetningar fyrir tvö síðustu keppniskvöld í Spurningakeppni Strandamanna, en átta lið eru eftir í keppninni. Átta liða úrslitin fara fram sunnudaginn 1. apríl í Félagsheimilinu á Hólmavík og úrslitakvöldið verður síðan haldið á sama stað tveimur vikum seinna, sunnudaginn 15. apríl. Báðar keppnirnar hefjast kl. 20:00 og að vanda verða á boðstólum spennandi keppnir, skemmtilegt fólk og gos, nammi og kaffisopi í hléinu. Arnar S. Jónsson er spyrill, dómari og spurningahöfundur og að vanda er það Sauðfjársetur á Ströndum sem stendur fyrir keppninni. Þessi lið mætast í átta liða úrslitum sunnudaginn 1. apríl:

Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík – Umf. Neisti
Leikfélag Hólmavíkur – Kennarar við Grunnskólann á Hólmavík
Grunnskólinn Drangsnesi – Skrifstofa Strandabyggðar
Hólmadrangur – Sparisjóður Strandamanna