22/12/2024

Myst í Hólmavíkurkirkju 12. ágúst

Hljómsveitin Myst heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju laugardagskvöldið 12. ágúst næstkomandi kl.20:00. Myst hefur verið að slá í gegn syðra síðustu misseri og lög þeirra Here for you og Eilíft líf hafa fengið góða spilun. Tónleikarnir eru haldnir í aðdraganda að útgáfu á diski sem ætlunin er að gefa út síðsumars. Ekki láta þessa frábæru tónlistarmenn fram hjá ykkur fara, segir í tilkynningu. Allir eru velkomnir og í stað aðgangseyris verður tekið á móti frjálsum framlögum.