22/07/2024

Myndlistarverkið Lagrima

Myndlistakonan Mireya Samper færði íbúum Kaldrananeshrepps að gjöf listaverkið “Lagrima” á föstudagskvöldið við opnun myndlistarsýningar sinnar sem var í Grunnskólanum á Drangsnesi á Bryggjuhátíð fyrr í mánuðinum. Mireya Samper var listamaður Bryggjuhátíðar 2006 og dvaldi viku á Drangsnesi og vann þar hörðum höndum. Listaverkið er hoggið í grjótið í kringum heitu pottana og kallar hún það LAGRIMA. Verkið myndar mjög skemmtilega umgjörð um pottana og passar þar fullkomlega. Jenný Jensdóttir oddviti Kaldrananeshrepps tók á móti listaverkinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

580-pottarnir-listaverk1580-pottarnir-listaverk2

Ljósm. Jenný Jensdóttir