22/12/2024

Myndir úr Skarðsrétt 1961 eða 1962

300-skardsrettVefurinn strandir.saudfjarsetur.is fékk góða sendingu frá Halldóri Þorsteinssyni nú fyrir skemmstu þar sem voru myndir af nokkrum horfnum heiðursmönnum sem voru teknar í Skarðsrétt í Bjarnarfirði fyrir margt löngu. Hér má meðal annarra þekkja Guðmund Ragnar Guðmundsson frá Bæ og Ólaf Sigvaldason á Sandnesi, Halldór Guðmundsson í Bæ, Þorstein Matthíasson frá Kaldrananesi og Guðmund Halldórsson, alla létta í lundu og í réttarskapi.

Þorsteinn Matthíasson og Guðbrandur Loftsson

Ólafur Sigvaldason á Sandnesi og Guðmundur Ragnar Guðmundsson

Halldór Guðmundsson í Bæ og Ólafur Sigvaldason

Ólafur Sigvaldason, Sigurður Hólm Guðjónsson á Eyjum og Þorsteinn Mattíasson

Þorsteinn Matthíasson og Guðmundur Halldórsson skipstjóri frá Bæ, síðast á Ásmundarnesi

Vinsamlegast sendið ábendingar ef myndatextar eru ekki réttir.