22/12/2024

Myndir frá sveitaþorra

Sveitaþorrinn í Sævangi var haldinn í gær og var að venju mikið um dýrðir. Vignir Pálsson bar hita og þunga af öllum undirbúningi fyrir hönd ungmennafélagsins í Tungusveit, en Café Riis sá um þorramatinn að þessu sinni. Kollfirðingar sáu um skemmtiatriðin þetta árið og fór Guðfinnur Finnbogason þar fremstur í flokki, auk þess sem Jón Gísli Jónsson, Jón Jónsson, Fanney Eysteinsdóttir og Ásdís Jónsdóttir tróðu upp með upplestur, söng og sprell. Gulli og Sigga spiluðu síðan fyrir dansi. Fátt var á skemmtuninni, en þeir sem mættu virtust skemmta sér ljómandi vel, eins og sjá má af meðfylgjandi myndum sem sumar voru teknar ofan af sviði í miðju sprelli. 

Ljósm. Jón Jónsson