23/12/2024

Myndir frá Sigur Rós í Djúpavík

Hljómsveitin Sigur Rós gerði glæsilega hljómleikaferð um landið fyrr í sumar og kom víða við. Einn af óvenjulegu áfangastöðunum var gamla síldarverksmiðjan í Djúpavík þar sem hljómsveitin hélt frábæra tónleika sem voru mikil upplifun fyrir gesti. Sigur Rós hefur áður spilað á Ströndum en hljómsveitin hélt magnaða útitónleika í Bjarnarfirði á Galdrahátíð fyrir nokkrum árum. Um leið og við birtum myndir af Sigur Rós í Djúpavík er rétt að minna á að hinir árlegu Djúpavíkurdagar sem Hótel Djúpavík stendur fyrir verða haldnir hátíðlegir um næstu helgi.

448-sigurros1 448-sigurros7 448-sigurros6 448-sigurros5 448-sigurros4 448-sigurros3 448-sigurros2

Ljósm. Árdís Björk Jónsdóttir