22/12/2024

Myndir frá myndlistarsýningu

Síðastliðinn miðvikudag var sýning í Steinhúsinu á afrakstri af myndlistarnámskeiði sem hefur verið þar í gangi síðastliðnar sex vikur. Á því voru níu nemendur á aldrinum 10-13 ára og buðu þau gestum og gangandi að koma og skoða afraksturinn og þiggja hressingu. Listamennirnir voru á staðnum og fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is smellti af nokkrum myndum af gestunum og myndlistinni. 

Myndlistarsýning í Steinhúsinu – Ljósm. Dagrún Ósk