22/12/2024

Myndir frá íþróttahátíðinni

Kristinn sleggja prófar handboltannHeilmikið af fólki var við vígslu íþróttahússins, örugglega yfir 300 manns. Þarna voru bæði þingmenn kjördæmisins og heimamenn, gestir úr nágrannahreppum, þar af stór hópur úr Húnaþingi, og fjölmiðlamenn frá helstu fjölmiðlum landsins. Sáust í þeirra hópi blaðamaður og ljósmyndari frá Morgunblaðinu og fréttamaður frá Ríkissjónvarpinu. Gætu myndir frá hátíðinni birst í fréttatíma Sjónvarpsins annað kvöld. Auk þess voru auðvitað fjölmargir fréttaritarar frá vefritinu strandir.saudfjarsetur.is á staðnum og skemmtu sér konunglega að venju. Meðfylgjandi myndir tók Gunnar Logi Björnsson – sérlegur ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is – af atburðum dagsins.

Kristinn H. Gunnarsson þingmaður reynir sig í handbolta

Frá sýningu grunnskólabarna á knattþrautum

Ellert B. Schram forseti ÍSÍ og Magnús Stefánsson þingmaður

Frá 3ja stiga keppni í körfubolta

Frændurnir Jón Loftsson og Jón Bjarnason þingmaður

Klifrað í rimlunum

Leikskólabörnin bregða á leik