22/12/2024

Myndir frá Hólmavík

Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is var að væflast um á Hólmavík í dag og smellti þá af allmörgum myndum, sérstaklega af hinum og þessum byggingum sem sólin baðaði geislum sínum. Vitinn sem á þessu ári á níutíu ára afmæli er þar meðal myndefnis, einnig kirkjan og ýmsir aðrir staðir. Veðrið hefur verið mjög fallegt í dag við Steingrímsfjörðinn, stillt og bjart. Veturinn heilsar því fallega, en í dag er fyrsti vetrardagur. Hér að neðan eru nokkrar af þeim myndum sem í dag bættust við myndasafnið.

Hólmavík um haust – ljósm. Jón Jónsson