22/12/2024

Myndir frá Hamingjudögum

Það vill brenna við að ritstjórn strandir.saudfjarsetur.is hafi í helst til mörg horn að líta og þá getur orðið bið á að fréttir og myndir birtist hér á vefnum, jafnvel af hinum merkustu viðburðum. En þá kemur sér vel að fleiri leggja hönd á plóg og tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is í Bæjarhreppi brá sér á Hamingjudaga á Hólmavík sem fram fóru síðastliðna helgi. Mætt var um tvöleytið á laugardeginum, um það leyti sem hátíðardagskráin byrjaði í kirkjubrekkunni og staldrað við fram eftir kvöldi. Veðrið skartaði sínu fegursta fram eftir degi, en hafgolan heilsaði með þoku er leið á kvöldið. Fjöldi gesta var mættur á svæðið og það má segja að allur bragur hátíðarinnar hafi verið Hólmvíkingum til sóma þennan dag, eins og sjá má á myndum á vefnum sgverk.com.

Bærinn var allur hinn snyrtilegasti að sjá og skemmtilega skreyttur, með mismunandi litum hverfanna. Hafi einhverjir hnökrar verið á fyrri Hamingjudögum á Hólmavík þá virðist þeir hafa verið sniðnir burt.

Fleiri myndir frá hátíðinni má finna á vef Ingimundar Pálssonar á slóðinni www.123.is/mundipals og á vefsíðu Jóns Halldórssonar www.123.is/nonni.