22/12/2024

Myndasamkeppni fyrir skólabörn

Hjallur á SelströndBændasamtök Íslands hafa ákveðið að efna til myndlistarsamkeppni meðal grunnskólabarna, að því er fram kemur á vefnum www.bondi.is. Myndirnar þurfa á einn eða annan hátt að sýna lífið í íslenskum sveitum. Myndum skal skila á A4 blöðum og á bakhlið þeirra þarf að koma fram nafn, heimili, sími og netfang ef um slíkt er að ræða. Veitt verða þrenn verðlaun í upphafi Búnaðarþings 6. mars og verðlaunamyndirnar verða einnig birtar í Bændablaðinu. Öll innsend listaverk verða hengd upp í fundarsölum Búnaðarþings.

Börn um allt land eru hvött til að taka þátt í samkeppninni og myndlistarkennarar einnig beðnir um að segja nemendum sínum frá þessari samkeppni. Myndirnar þurfa að hafa borist til Bændasamtakanna eigi síðar en 23. febrúar. Nánari upplýsingar gefur Vilborg Stefánsdóttir hjá Bændasamtökum Íslands í síma 563-0300.

strandir.saudfjarsetur.is hvetja skólabörn á Ströndum til að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni.