22/12/2024

Mjólkurlaust á Hólmavík

KSH á HólmavíkBirgðir af mjólk, léttmjólk, undanrennu og g-mjólk eru gengnar til þurrðar í Kaupfélaginu á Hólmavík og ekki von á sendingu fyrr en í kvöld samkvæmt upplýsingum afgreiðslumanna. Kaupfélagið var lokað í gær vegna vörutalningar, eins og venja er þar fyrsta virkan dag á nýju ári, þannig að Hólmvíkingar og nærsveitungar hafa ekki enn getað verslað mjólk á nýju ári.