27/12/2024

Matur, skemmtun, skrall og rall á Café Riis í kvöld

Í tengslum við Húmorsþing Þjóðfræðistofu sem hefst eftir hádegið verða mikil veisluhöld á Café Riis í kvöld. Þar verður veislumáltíð a la Bára sem er opin fyrir alla fyrir aðeins kr. 3800. Seinna um kvöldið verður brandarakepnni ásamt því sem Þorsteinn Guðmundsson grínari mun stíga á stokk og spauga eins og honum einum er lagið. Á eftir mun dansinn duna. Verð inn á skemmtunina er aðeins kr. 500. Það eru allir hvattir til að mæta og gera sér glaðan dag.