22/12/2024

Matthildur Guðbrandsdóttir 80 ára

Laugardaginn 26. ágúst verður Matthildur Guðbrandsdóttir á Smáhömrum í Tungusveit áttatíu ára. Matthildur er dóttir hjónanna á Heydalsá, Guðbrandar Björnssonar frá Smáhömrum og Ragnheiðar Guðmundsdóttur frá Ófeigsfirði. Eiginmaður Matthildar er Björn H. Karlsson og hafa þau búið á Smáhömrum í meira en hálfa öld og eiga tvo syni. Í tilefni af afmælinu mun Matthildur bjóða vinum og vandamönnum upp á kaffi á heimili sínu á afmælisdaginn. Afmælisbarnið biður fólk fyrir alla muni að vera ekki að bera til sín gjafir, þó það líti í heimsókn.