22/12/2024

Matjurtir á Lækjarbrekku

Kaupþing banki hefur ákveðið að leggja sitt lóð á vogaskálarnar til þess að auka grænmetisneyslu barna. Bankinn gefur því öllum leikskólum landsins sem vilja efni, áhöld, fræ og könnur til að útbúa lítinn matjurtagarð. Fimmtudaginn 24. maí komu þær María Mjöll Guðmundsdóttir og Signý Ólafsdóttir frá Kaupþing banka á Hólmavík og færðu leikskólanum Lækjarbrekku áhöld og fræ til að nota til matjurtaræktunar og gáfu ýmis góð ráð og fundu matjurtagarðinum góðan stað.

Nú er svo komið að því að hefja ræktunina og undirbúa fyrir sáningu og útplöntun. Stefnt er að því að rækta blaðsalat, spínat, hreðkur/radísur og kartöflur. Myndir má finna á vef Lækjarbrekku – www.123.is/laekjarbrekka.