22/12/2024

Marimbasveit á Hamingjudögum

Marimbasveit Hafralækjarskóla er með atriði á Hamingjudögum í dag, auk þess sem sérstök slagverkssmiðja er starfrækt fyrri hluta dagsins þar sem gestir geta lært undirstöðuatriðin í spilun á þau undarlegu hljóðfæri er sveitinni fylgja. Marimbasveitin tók sig til í blíðunni á Hólmavík í gærkvöld og spilaði fyrir gesti hátíðarinnar við mikinn fögnuð á planinu framan við Upplýsingamiðstöðina, áður en unglingaball með Ínu Idolstjörnu hófst í Félagsheimilinu.

Marimbasveitin sýnir listir sínar – ljósm. Jón Jónsson.