22/12/2024

Mæla hæstu tré á Vestfjörðum

Dagana 30. og 31. mars var haldið námskeið á Reykhólum á vegum Grænni skógar. Skógarbændur víðsvegar af Vestfjörðum sóttu námskeiðið eða alls um 20 manns. Í námskeiðslok var haldið í skógræktina í Barmahlíð og þar sem mæld voru nokkur tré sem skógarbændur telja vera hæstu tré á Vestfjörðum. Það tré sem hæst mældist reyndist vera 17,05 metrar. Trén  voru gróðursett á árinu 1955 og hafa því vaxið um 30 cm á ári.

Skógarbændur við hæstu tré Vestfjarða.

Eysteinn og Sighvatur mæla trén.

Tumi í trénu.

Ekki verða allir að hæstu höfðingum.

Ási hugsar um hvort það sé þess virði að standa í þessu.

Ljósmyndir BSP.