22/12/2024

Lýðræðislistinn sigraði í Bæjarhreppi

Úrslit í kosningum til sveitarstjórnar liggja fyrir í Bæjarhreppi, en þar var listakosning og tveir listar í boði. Þar voru 64 sem greiddu atkvæði og 1 þeirra reyndist ógilt. Úrslit í Bæjarhreppi 2006 urðu þau að H – Hreppslistinn fékk 23 atkvæði og 2 fulltrúa í hreppsnefnd. L –  Lýðræðislistinn fékk 41 atkvæði (3 fulltrúar). Kjörnir aðalmenn í hreppsnefnd eru því:

1. Sigurður Kjartansson (L)
2. Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir (H)
3. Þorgerður Sigurjónsdóttir (L)
4. Sigurður Geirsson (L)
5. Grétar Örn Máni Baldvinsson Laxdal (H)

Kjörnir varamenn í hreppsnefnd Bæjarhrepps eru:

Jóhann Ragnarsson (L)
Kristín Guðbjörg Jónsdóttir  (H)
Björgvin Skúlason (L)
Lárus Jón Lárusson (L)
Katrín Kristjánsdóttir (H)