15/01/2025

Löndun á rækju fyrir Hólmadrang

Í morgun lá skipið Alma í Hólmavíkurhöfn og verið var að landa rækju fyrir Hólmadrang. Veðrið var einstaklega fallegt og skipið speglaðist skemmtilega í haffletinum. Ritstjóri strandir.saudfjarsetur.is var á ferðinni með myndvélina og smellti af þessum myndum. Af fyrirtækinu Hólmadrangi er annars það helst að frétta að greiðslusstöðvun hefur verið framlengd út janúarmánuð.

Alma í Hólmavíkurhöfn – Ljósm. strandir.saudfjarsetur.is/Jón Jónsson