22/12/2024

Lokasýningar á Fiskum á þurru landi

Í fréttatilkynningu frá Leikfélagi Hólmavíkur kemur fram að næstkomandi sunnudag 21. maí verður aukasýning á gamanleiknum Fiskum á þurru landi í Bragganum á Hólmavík kl. 20:00 og þriðjudaginn 23. maí verður lokasýning í Samkomuhúsinu Baldri á Drangnesi kl. 21:00.  Sýningin á Hólmavík verður því aðeins ef nægar pantanir berast fyrir laugardaginn í síma 865-3838. Leikritið hefur verið sýnt átta sinnum til þessa, víðs vegar um landið.