22/12/2024

Lögregluumdæmum fækkað úr 15 í 6

Ríkisstjórnin hefur samþykkt
tillögu Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra þess efnis að
lögregluumdæmum verði fækkað úr 15 í 6 og að yfirstjórn lögreglu verði skilin
frá embættum sýslumanna frá og með næstu áramótum. Miðað er við að frumvarp
þessa efnis verði lagt fram á Alþingi á morgun að fengnu samþykki
stjórnarflokka. Markmiðið er m.a. að mæta lækkuðum
fjárveitingum með sparnaði í yfirstjórn. Um leið
er komið til móts við ákveðin fagleg sjónarmið. Einn lögreglustjóri verður fyrir Vesturland og Vestfirði og á landsbyggðinni verður einnig lögreglustjórar fyrir Suðurland, Austurland og Norðurland.


Lagt er upp
með að skilið verði á milli sýslumannsembætta og lögreglustjóri og þessir fjórir lögreglustjórar komi úr hópi núverandi sýslumanna.
Sýslumenn í
öðrum embættum verði settir yfir þau sýslumannsembætti sem þannig losna og þannig muni
sýslumannsembættum fækka um fjögur. Í þessum
áfanga er
ekki ráðgert að fækka sýslumannsembættum frekar, en þó verður áfram unnið að
tillögum þess efnis.

Þannig er stefnt að því að veturinn
2010-2011 verði lagt fram frumvarp um breytta skipan sýslumannsembætta frá og með 1. janúar 2012.
Skipan
sýslumannsembætta taki þá mið af skiptingu landsins í stjórnsýslusvæði
samkvæmt
sóknaráætlun 20/20, en þar eru Vestfirðir eitt af þessum svæðum. Stækkuð sýslumannsembætti verði
stjórnsýslumiðstöðvar
ríkisins í héraði og unnið verði að því í samstarfi við önnur ráðuneyti
að færa
verkefni og þjónustu til þeirra.