16/04/2024

Lögreglan heimsótti Lækjarbrekku

Vetrinum fylgir myrkur, kuldi og snjór, og því er mikilvægt að búa sig eins vel og völ er á. Þetta vita börnin á leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík eftir að þau fengu heimsókn síðastliðinn þriðjudag, þann 7. nóvember. Þá kom Valdemar Guðmundsson lögregla í heimsókn og fræddi börnin um mikilvægi þess að nota hjálm og endurskinsmerki. Lúlli löggubangsi fékk að fara með í heimsóknina, enda er hann rosalega duglegur að nota endurskinsmerki og hjálm. Við þetta tilefni fengu börnin einnig gjöf frá Sparisjóði Strandamanna og Sjóvá-Almennum, en það voru gul endurskinsvesti sem sóma sér örugglega vel í rökkrinu. Valdemar kvaddi svo börnin með sírenuvæli og blikkljósum – og það fannst sko öllum rosalega flott.

Lúlli

holmavik/leikskolinn/350-leikskolalogga5.jpg

holmavik/leikskolinn/350-leikskolalogga3.jpg

holmavik/leikskolinn/350-leikskolalogga1.jpg

Ljósm. Kolbrún Þorsteinsdóttir