23/12/2024

Ljósmyndasamkeppnin í fullum gangi

Mikill fjöldi atkvæða hefur borist í úrslitahrinu ljósmyndakeppninnar Göngur og réttir á Ströndum 2007, en þar keppa sex myndir um hver sé sú besta, þó vitanlega séu þær allar góðar. Keppnin er afar jöfn og spennandi og afskaplega lítið bil er á milli myndanna í fyrsta og öðru sæti. Því eru allir áhugasamir hvattir til að leggja inn sitt atkvæði í keppnina, en það er hægt að gera með því að smella hér. Það eru Sauðfjársetur á Ströndum og fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is sem standa fyrir keppninni, en kosningunni lýkur þann 24. mars, annan í páskum.