22/12/2024

Ljósmyndanámskeið á Hólmavík

Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir 3ja daga námskeiði í ljósmyndun á stafrænar myndavélar á Hólmavík dagana 23.-25. september nú í haust. Leiðbeinandi verður Pálmi Guðmundsson hjá www.ljosmyndari.is. Á námskeiðinu verður farið yfir allar helstu stillingar á myndavélum og kafað í hvernig ná má góðum myndum. Það er Kristín Einarsdóttir umboðsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar sem skipuleggur námskeiðið og tekur við skráningum í netfangið stina@holmavik.is. Kennslutíminn er föstudaginn 23. september kl. 19:00 -21:00, laugardaginn  24. september kl. 10:00-17:00 og sunnudaginn 25. september kl. 13:00-17:00