22/12/2024

Litlu-jólin í Drangsnesskóla

Í morgun voru Litlu jólin og jólaball haldin hjá Leik- og Grunnskólanum á Drangsnesi. Var skipst á jólakortum og gæddu gestir sér á piparkökum og jólaöli ásamt öðrum veitingum. Síðan var dansað í kringum jólatré. Eftir þónokkra bið birtust jólasveinarnir Stekkjastaur og Stúfur og dönsuðu með krökkunum. Eins og jólasveina er siður komu þeir færandi hendi til allra krakka sem höfðu verið þæg og merkilegt nokk fengu allir nemendur og meira að segja kennarar skólanna pakka frá sveinunum. Nemendur eru nú komnir í langþráð jólafrí og geta safnað kröftum fyrir lestur skólabókanna á nýju ári. Meðfylgjandi eru myndir teknar sem voru teknar á jólaballinu  í morgun.

Ljósm. Gunnar Melsted