05/10/2024

Litljósmyndir frá 7. áratug síðustu aldar

TS-2-113

Laugardaginn 7. nóvember kl. 16:00 verður viðburður á Sauðfjársetrinu í Sævangi þar sem sýndar verða á tjaldi litljósmyndir sem Tryggvi Samúelsson tók á 7. áratug síðustu aldar og nýlega komu fram í dagsljósið. Um leið verður safnað upplýsingum um myndefnið. Þá verður flett í myndamöppum með mörg hundruð myndum Tryggva sem vantar upplýsingar um. Loks verður sagt frá afrakstri upplýsingasöfnunar um myndir Tryggva sem voru á sýningunni Manstu? á Sauðfjársetrinu í sumar, hverjir eru á myndunum og hvað vantar enn að vita? Jón Jónsson þjóðfræðingur sér um kynninguna. Vöffluhlaðborð er á boðstólum á Sauðfjársetrinu í tilefni dagsins á kr. 1.000.-