30/10/2024

Litadýrð á himni

Eflaust hafa margir Strandamenn horft til himins í kvöld, enda er þar ýmislegt að sjá á fallegum haustkvöldum. Yfir Arnkötludalnum var mikil ljósadýrð þar sem sólin skein á skýin, að minnsta kosti virtist svo frá því sjónarhorni sem fréttaritarinn á Kirkjubóli lítur á tilveruna. Það var því ekki annað að gera en bregða sér út með myndavélina og festa roðann í norðvestri á filmu. Í forgrunni á myndinni er félagsheimilið Sævangur.

Litadýrð á himni – ljósm. Jón Jónsson