30/04/2024

Listsýning á Selasetrinu á Hvammstanga

Í frétt á vefnum www.selasetur.is kemur fram að á sjómannadaginn opnaði Selasetur Íslands á Hvammstanga nýja listsýningu sem ber nafnið Svo lærir sem lifir. Sýningin er haldin til minningar um Gunnþór Guðmundsson listamann og bónda og er þar að finna málverk, teikningar, ljóð og spakmæli. Listamannsferill Gunnþórs var merkilegur fyrir margar sakir, en hann málaði fyrsta verk sitt árið 1999 og var þá orðinn 83 ára gamall. Alls urðu verk hans á þriðja hundrað talsins. Gunnþór var einnig afkastamikill rithöfundur, en hann gaf fyrstu bók sína út árið 1989, þá 73 ára að aldri. Alls urðu bækur Gunnþórs 8 talsins. Sýningin stendur yfir til 15. júlí. Selasetrið á Hvammstanga er opið frá kl. 9 – 18 alla daga í sumar.