27/04/2024

Listamannadvöl í húsnæði dreifnámsins á Hólmavík

Seiður

Sveitarstjórn Strandabyggðar ætlar að nýta húsnæði dreifnámsdeildar FNV á Hólmavík (á efri hæð Sparisjóðs Strandamanna) í sumar til útleigu fyrir menningarstarfsemi og rennur umsóknarfrestur út þann 4. maí. Tilgangur er að efla menningarlíf í sveitarfélagins með því að fá starfandi listamenn eða listhópa eða aðra sem vinna að menningartengdum málum, til að dvelja í húsnæðinu gjaldfrjálst og standa í staðinn fyrir einhverskonar dagskrá eða viðburðum í sveitarfélaginu. Umsóknir skulu vera á umsóknareyðublaði sem finna má undir þessum tengli.